Lego 2018

9. nóv. 2018

Í dag hélt 7. bekkur í víking til Reykjavíkur þar sem þau munu etja kappi við aðra skóla á landinu í First Lego League keppninni. Grunnskóli Hornafjarðar sendi fjögur lið til keppni og bera þau nöfnin: Orkuboltarnir, Oxygen, Space Lions og Galaxia Paradizo en 20 lið taka þátt og koma þau frá fimmtán skólum. Keppnin hefst klukkan 9:00 í fyrramálið og klukkan 12:30 opnar húsið fyrir almenning og eru allir velkomnir. Heimasíða keppninnar er http://firstlego.is/