Gönguferð kringum Reyðarártind
Í vikunni fóru nemendur 5.-9 .bekkjar í hina árlegu haustgönguferð skólans. Að þessu sinni var gengið í kringum Reyðarártind en sú ganga telur um það bil 9 kílómetra. Farið var með rútu upp á Reyðará að þaðan gengið inn Reyðarárdalinn, yfir varpið og fram Össurárdalinn. Þessi gönguleið er mjög þægileg, aðeins á fótinn á smá kafla. Þegar komið var niður undir veg biðu grillmeistararnir okkar með pylsur og meðlæti. Ferðinni lauk svo með því að krakkarnir fóru að vaða í Össuránni og margir hoppuðu út í hyl sem er í ánni rétt ofan við veginn. Veðrið lék við okkur, logn og hiti allan tímann.