Bílaverkefni í 5. bekk

7. feb. 2019

Krakkarnir í 5. bekk hafa verið að læra um krafta í náttúrufræði og  verkefnið sem þeir unnu  í tengslum við það var að hanna og búa til bíl og svo yrði keppni um hvaða bíll kæmist lengst. Krakkarnir þurftu að búa bílinn til frá grunni, huga að útlit og gerð hvað varðar mótstöðu og hvernig best væri að nýta núningskraftinn og viðnám til að hann færi sem hraðast. Bílarnir eru allir mjög hugvitsalega gerðir, það er hugað að þyngingum til að ná fram meiri hraða, mikið lagt upp úr útliti og smáatriðin eru mörg og flott.

Í dag var síðan keppnin sjálf og mikill spenningur eins og sjá má á myndunum sem fylgja með. Bíll Hannesar, Jahems og Rami fór lengst, þar á eftir kom bíll Smára, Igors, Charles og Sveins og í þriðja sæti var bíll Kristínar, Helgu, Solyönu og Emilíu.