8. nóvember, dagur gegn einelti
Alþjóðadagur gegn einelti er 8. nóvember. Í Grunnskólanum hafa verið unnin mörg táknræn verkefni í tilefni dagsins á undanförnum árum t.d búið til hjarta á fótboltavellinum, allir tekið saman höndum og myndað hring í kringum Heppuskóla. Í ár skrifuðu nemendur á "laufblað" hvað það er að vera góður vinur. Laufblöðin voru síðan fest á tré sem búið var að setja upp á göngum skólanna. Það má lesa margar fallegar setningar um vinátt á blöðunum, sumir nefndu einstaklinga sem þeim fannst sýna af sér jákvæða framkomu og vináttu í garð annarra.