5.bekkur í Ingólfshöfða
Frábær föstudagur með 5. bekknum mínum í Ingólfshöfða, þarna erum við á leið út í höfðann, Öræfajökull í baksýn. Við vorum stálheppin með veður og nutum verunnar í höfðanum með góðum leiðsögumanni, henni Möttu. Yndisleg ferð með skemmtilegum nemendum og frábærum kennurum. Takk fyrir samveruna Eva Ósk, Fjóla, Sunna og Sunna Jóns. Myndina tók Matta Öræfingur.