Fréttir úr 3.bekk

6. okt. 2022

3.bekkur fékk að fara í sýndarveruheimsókn hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Þar fengu þau að sjá Lundapysjurnar sem eru á pysjuhótelinu en starfsfólkið vinnur við að bjarga þeim og koma þeim aftur til síns heima. Einnig fengum við að sjá mjaldrana Litlu Grá og Litlu Hvít þær sýndu listir sínar. Krakkarnir fengu að spyrja um allt sem tengist þessu frábæra starfi hjá þeim. Mjög skemmtileg sýndarheimsókn.

Kynningarfundurinn í 3.Bekk

Ákveðið var að boða foreldra í heimsókn á skólatíma þar sem krakkarnir vildu sýna þeim hvernig þeirra starf fer fram. Krakkarnir sýndu foreldrum sínum hringekju vinnuna en það er t.d. stærðfræði, sögugrunnur, sudoku og spil. Allir skemmtu sér mjög vel og mjög gaman að sjá hvað var góð mæting og spjallið gott sem átti sér stað þarna.