Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar
Nú er lokið skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar. Níu nemendur komust áframog munu þau taka þátt í Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fer fram í Djúpavogskirkju þann 10. mars. Eftirfarandi keppendur munu keppa fyrir hönd Grunnskóla Hornafjarðar: Berglind Stefánsdóttir, Birta Ósk Sigbjörnsdóttir, Hilmar Óli Jóhannsson, Hilmar Lárus Jónsson, Ída Mekkín Hlynsdóttir,
Sigurður Gunnlaugsson, Smári Óliver Guðjónsson, Solyana Natalie Felekesdóttir og Þorgerður Grétarsdóttir. Óskum við þeim til hamingju með árangurinn og góðs gengis í lokakeppninni. Dómarar voru Gísli Magnússon, Halldóra Jónsdóttir og Herdís Ingólfsdóttir Waage og þökkum við þeim fyrir aðstoðina.