Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

24. feb. 2021

Nú er lokið skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar. Níu nemendur komust áframStora-upplestrark-1og munu þau taka þátt í Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fer fram í Djúpavogskirkju þann 10. mars. Eftirfarandi keppendur munu keppa fyrir hönd Grunnskóla Hornafjarðar: Berglind Stefánsdóttir, Birta Ósk Sigbjörnsdóttir, Hilmar Óli Jóhannsson, Hilmar Lárus Jónsson, Ída Mekkín Hlynsdóttir,

Stora-upplestrark-2

 Sigurður Gunnlaugsson, Smári Óliver Guðjónsson, Solyana Natalie Felekesdóttir og Þorgerður Grétarsdóttir.  Óskum við þeim til hamingju með árangurinn og góðs gengis í lokakeppninni. Dómarar voru Gísli Magnússon, Halldóra Jónsdóttir og Herdís Ingólfsdóttir Waage og þökkum við þeim fyrir aðstoðina.