Skólasetningarviðtöl 22. og 23. ágúst

8. ágú. 2019

Það styttist óðum í skólasetningu en 22. og 23. ágúst verða skólasetningaviðtöl í skólanum. Þá boða umsjónarkennara alla nemendur og foreldra eða forsjáraðila til viðtals. Fyrsti almenni kennsludagur skólaársins verður síðan mánudaginn 26. ágúst.

Fyrstu dagar skólaársins eru meðal annars notaðir til göngu- og berjaferða þegar veður leyfir. Fljótlega fara 5., 6. og 10. bekkur í sínar árvissu námsferðir um sýsluna og þannig tekur eitt við af öðru. Á skóladagatalinu er hægt að sjá skipulag vetrarins í grófum dráttum og eru foreldrar hvattir til að kynna sér það.

Starfsmenn skóla mæta til starfa um miðjan ágúst. Þeir byrja á námskeiði 14. ágúst um læsi og málþroska og í framhaldi af því tekur við almennur undirbúningur, fundir og námskeið.

Við hlökkum til vetrarins og væntum góðs og árangursríks skólastarfs.

Stjórnendur