Aðalfundur Foreldrafélagsins
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Vöruhúsinu 22. október kl. 17:00
Fyrir utan hefðbundin fundarstörf koma eftirfarandi einstaklingar til okkar og verða með erindi:
- Fyrir hönd skólans, Þórdís Þórsdóttir skólastjóri verður með örstutt erindi.
- Lögreglan verður með erindi
- Þrykkjan félagsmiðstöð verður með kynningu á þeirra starfi í vetur
- UMF Sindri kemur og verður með kynningu á félagsstarfinu og aðstoðar við Sportabler
- Skólahjúkrunarfræðingur mætir og verður með erindi
Það gleður okkur að tilkynna að búið er að fullmanna stjórnina fyrir komandi skólaár