Hjólaferð í Ægissíðu

18. maí 2021

Hópur af kátum krökkum úr 2.bekk hjóluðu ásamt foreldrum sínum út á Ægissíðu eftir skóla í gær. Bekkjartenglar skipulögðu ferðina sem var frábærlega vel heppnuð og vel sótt þrátt fyrir svolítið kaldan vind

Hópurinn hittist hjá N1 og byrjaði á að hjóla að gömlu krossarabrautinni þar sem krakkarnir tóku nokkra hringi á reiðhjólunum sínum, þaðan var hjólað að rústunum þar sem hópurinn borðaði nestið sitt áður en hjólað var heim á leið.