Öskudagur 2019
Það er alltaf mikið um að vera á öskudeginum í skólanun, en í gegnum tíðina hafa skapast ákveðnar hefðir hvað varðar daginn. Við byrjum daginn í okkar stofu, lesum, spjöllum og spilum og síðan er farið á flakk að heimsækja og hitta krakka í öðrum bekkjum. Um miðjan morgun er svo haldið í íþróttahúsið en þar fer fram hæfileikakeppni, kötturinn sleginn úr tunnunni og marsering. Eftir mat fara allir í Sindrabæ þar sem starfsfólk skólans heldur sína vikuhátíð. Eftir það fara allir heim og gera sig klára í að flakka um bæinn og syngja fyrir fólk á hinum ýmsu vinnustöðum. 6. bekkur vann hæfileikakeppnina að þessu sinni, Böðvar í 1. bekk fékk verðlaun fyrir búninginn sinn og Ída Mekkín fékk verðlaun fyrir frumlegasta búningin en hún var hluti af stærra verki sem var "stór" heimilistæki. Hugmyndaráð skólans sá um hæfileikakeppnina og fleira varðandi þennan dag.