Nemendur í 8.-10.bekk fóru um helgina og tóku þátt í þjóðleik

24. apr. 2017

Nú er Leikhópur Grunnskóla Hornafjarðar komin heim af Þjóðleik, sem haldinn var helgina 21. – 23. maí. Þjóðleikur er leiklistarhátíð unglinga á aldrinum 14 – 20 ára og er haldin annað hvert ár. Hópurinn sýndi tvær sýningar í Listasafni Árnesinga. Við fengum góðar mótttökur gesta og stóðu nemendur sig með stakri prýði. Leikritið verður svo sýnt hér á Hornafirði þegar nemendur koma heim frá Laugum í Sælingsdal.

Leikritið heitir Loddararnir og er eftir Snæbjörn Brynjarsson. Hann var ásamt öðrum rithöfundum fenginn til að skrifa fyrir unglinga af Þjóðleik. Leikendur eru 9 talsins og leikstjóri er Kristín G Gestsdóttir.

Leikhópurinn mun fara á Egilsstaði 6. maí og sýna leikritið á Þjóðleik á Austurlandi.

 

Myndatexti: Fra vinstri: Íris Mist, Birna, Ástrós, Thelma, (neðri röð f.v.) Axel, Harpa Lind, Júlíus, Styrmir og Margrét.

Kristín G Gestsdóttir