Reiðhjólahjálmar að gjöf

10. maí 2020

Slysavarnadeildin Framtíðin hefur í allmörg ár gefið nemendum í 5. bekk reiðhjólahjálma. þetta er liður í starfi þeirra er lýtur  að slysavörnum. Það var ekki annað að heyra á nemendum en að þetta væri kærkomin gjöf þar sem tími væri komin á endurnýjun hjá mörgum. Krakkarnir voru sammála um að þetta væri nauðsynlegt öryggistæki og gátu nefnt mörg dæmi máli sínu til stuðnings. Erla Berglind Antonsdóttir ásamt Guðnýju Olgu komu og afhentu hjálmana.