Börn hjálpa börnum
4. bekkur tók þátt í söfnun fyrir abc-barnahjálp núna fyrir páskana og safnaði 122.511 krónum. Þetta er í tuttugusta sinn sem nemendur í 4. og eða 5. bekk í grunnskólum landsins taka þátt í þessu starfi. Að þessu sinnum verður peningunum varið til uppbyggingar skólastarfs bæði í Asíu og Afríku.
Á síðasta ári söfnuðust tæpar 8 milljónir króna og fóru m.a. í uppbyggingu heimavistar í Pakistan, efnafræðistofu í ABC skólanum í Nairobi í Kenýa og til uppbyggingar heimavistar í ABC skólanum í Namelok í Kenýa. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson setti formlega af stað söfnunina Börn hjálpa börnum 16. mars síðastliðinn.