Það styttist í árshátíð

22. okt. 2018

Nú eru æfingar fyrir árshátíð á lokasprettinum, búið er að setja upp sviðið í íþróttahúsinu og þessa dagana sjást nemendur á ferðinni milli vöruhússins og íþróttahússins með allskonar dót í fanginu sem búið er að útabúa fyrir leikmyndina á árshátíðinni.  Í morgun voru stífar æfingar hjá bæði kennurum og nemendum grunn- og tónskóla.Árshátíðin er kl 17:00 á miðvikudaginn.  Aðgangseyrir er kr 500 á mann en ekki meira en 1500 á fjölskyldu. Allur ágóði rennur í ferðasjóð nemenda.  Allir velkomnir.