Íþróttadagurinn
Íþróttadagurinn fór fram á mánudaginn í afar góðu veðri. Þessi hefð að hafa íþróttadag þar sem öllum nemendum skólans er blandað saman í hópa sem keppa sín á milli í hinum ýmsu þrautum er orðin nokkurra ára. Þetta er alltaf jafn skemmtilegt og mikil keppnisandi í nemendum og kennurum. Úrslit verða kynnt á skólaslitum.