Hjálmar að gjöf
Slysavarnardeildin Framtíðin kemur á vori hverju og færir nemendum 5. bekkjar reiðhjólahjálma að gjöf. Þetta er liður í forvarnarstarfi félagsins. Við biðjum foreldra að fara vel yfir hjálmana og stilla þá rétt því öðruvísi virka þeir ekki eins og til er ætlast. Við minnum í leiðinni á að lögum samkvæmt eiga börn undir 15 ára aldri að nota hjálm þegar þau eru á hjólum eða öðrum farartækjum