Öskudagur 2025

5. mar. 2025

Það var mikið fjör í skólanum í dag, um gangana fóru allskonar kynjaverur í skrautlegum búningum.  Skólinn hófst á venjubundnum tíma, boðið var upp á margskonar afþreyingu s.s. dans, spil , púsl, andlitsmálning og fleira. Um miðjan morgun var haldið í íþróttahúsið þar sem haldin var hæfileikakeppni, kötturinn sleginn úr tunnunni, farið í "Just dance" og ásadans.  

Ólöf María, Mila og Íris Alba unnu hæfileikakeppnina, Urður fékk verðlaun fyrir flottasta búninginn og Gunnar Leó fyrir frumlegasta búninginn.  Hugmyndaráð Hafnarskóla sá um dagskrána í íþróttahúsinu með dyggum stuðningi Heklu sem hefur séð um íþróttakennsluna að undanförnu.