COCO

Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar

28. okt. 2022

Það er óhætt að segja að allir nemendur skólans hafi tekið þátt í Árshátíð Grunnskólans í ár. Þó svo að 1. bekkur, 3. bekkur 5. bekkur hafi staðið á sviðinu með leiklistarvali úr 7. – 10. bekk og leikið. Allar smiðjur voru í vinnu í tvær vikur og tímar nýttir með unglingadeildinni í Coco-sprell undirbúning. Þannig að allar hendur í Grunnskólanum snertu á einhverju í sambandi við uppsetninguna. Skreytingarnar voru vel af hendi leystar og vandað til allra verka.  

Ég vil sem skólastjóri þakka öllum nemendum og starfsfólki sem að þessu stóðu kæralega fyrir. En það sem við horfðum á er skólastarf í hnotskurn unnið er að því að efla nemendur í skapandi starfi, þrautsegju og hópavinnu. Til þess að slíka vinna gangi upp eins og ein árshátíð þarf að standa saman. Vinnan er mikil en nemendur og starfsfólk ná að uppskera þegar 600 manns leggja leið sína í íþróttahúsið til þess að horfa og gleðjast með okkur. 

Við erum ekki bara að leika og föndra heldur erum við með nemendur sem hafa unnið að heimasíðum og plakötum með upplýsingum um þennan merkilega dag. ,,Dag hinna dauðu“. En í greininni er qr kóði þar sem hægt er að nálgast allar upplýsingar um þennan dag. Nota-8_1666966721834

Ekki megum við gleyma samstarfinu við Tónskóla Austur Skaftafellssýslu en þar stóðu kennarar vaktina og spiluðu undir ásamt kennurum grunnskólans og nemendum í Framhaldsskólanum.

Lena Hrönn er myndasmiður og okkar sérlegur ljósmyndari.