Öskudagurinn 2024
Öskudagurinnn var með hefðbundnum hætti í ár, krakkarnir í 6. bekk tóku að sér andlitsmálun, það var spilað, rápað og farið í feluleik. Um kl tíu var svo farið í íþróttahúsið, þar var hæfileika keppni. Strákar úr 6. bekku fengu verðlaun fyrir frumlegasta atriðið og stelpur í 4. bekk fyrir besta atriðið. Veitt voru verðlaun fyrir besta og frumlegasta búninginn en það voru þau Fanney í 1. bekk og Steinþór í 5. bekk sem unnu þau verðlaun og í ár voru einnig veitt verðlaun fyrir besta búninginn í hópi kennara og þar vann Ólöf Ósk Garðarsdóttir. Kötturinn var sleginn úr tunnunni eða réttar sagt boltar barðir úr pappakösum og eftir það var dansaður ásadans. Krakkarnir á yngsta og miðstigi drifu sig svo út til að syngja fyrir nammi eða öðru skemmtilegu.