Eðlilegt skólastarf í 1. - 6. bekk á morgun
Skimanir hjá starfsfólki komu vel út í dag og verður skólastarf því með eðlilegum hætti í Hafnarskóla, 1. - 6. bekk á morgun þriðjudag. Þar sem kennara sem fóru í skimun verða með grímur í kennslu út vikuna er gott að foreldrar ræði grímur við yngri börnin ef þeim skyldi þykja óþægilegt að sjá kennarana sína með grímur. Kennarar sem fóru í skimun eiga áfram að vera í smitgát en mega mæta í vinnu, fara í búð og annað slíkt en sleppa öllum óþarfa. Grímuskyldan er fyrst og fremst til að tryggja öryggi annarra og gæta ítrustu varúðar. Athugið að grímuskyldan nær ekki til nemenda sem hafa farið í skimun.
Á morgun munu nemendur og starfsmenn af eldra stigi fara í sýnatöku og vonandi kemur hún jafnvel út. Stefnt er að því að skólastarf á eldra stigi, 7.-10. bekk í Heppuskóla verði með eðlilegum hætti frá og með miðvikudegi.