Tunglskoðun hjá Náttúrustofu Suðausturlands

31. jan. 2019

Við í skólanum erum svo heppin að starfsmenn Náttúrustofu Suðausturlands benda okkur iðulega á markverð fyrirbæri í náttúrunni og aðstoða okkur líka stundum við að sjá þau og kynnast. Í gær bentu þau okkur t.d. á að í dag væri sérstök samstaða á milli tunglsins, Venusar og Júpíters og buðu kennurum sem eru að fjalla um stjörnurnar með nemendum sínum að koma og skoða í stjörnukíkinum. 6. bekkur dreif sig í kuldanum í morgun og myndir segja meira en mörg orð.  Hér er fréttin sem er inn á heimasíðu náttúrustofu um heimsóknina http://nattsa.is/hressir-krakkar-i-tunglskodun-hja-natturustofu-sudausturlands/