Litla upplestrarkeppnin
Litla upplestrarkeppnin fór fram hjá 4. bekk nú í vikunni. Þessi upplestur er smá æfing fyrir Stóru upplestrakeppnina sem nemendur taka þátt í þegar komið er í 7. bekk.
Raddir , félag áhugafólks um góðan upplestur leggur til efni fyrir keppnina sem krakkarnir æfa.
Undirbúningur stóð yfir í tvær vikur og svo var haldin hátíð í Sindrabæ og textinn lesinn fyrir foreldra og 3. bekkinga. Að lokum fá allir þátttakendur viðurkenningaskjal.