Tröllið sem stal jólunum
Krakkarnir í 6. bekk sýndu söngleikinn Tröllið sem stal jólunum eða The Grinch en margir þekkja myndina. Söngleikurinn var sýndur í Sindrabæ og þangað mættu nemendur og starfsfólk Hafnarskóla ásamt foreldrum 6. bekkinga. Bjarni Magnússon var í hlutverki tröllsins en allur bekkurinn tók þátt í sýningunni og léku þorpsbúa. Að sýningu lokinni sungu og dönsuðu bæði leikarar og gestir og úr varð heilmikið fjör. Leikgerð og leikstjórn var í höndum Ernu Gísladóttur en hún er umsjónarkennari bekkjarins.