Landnámið í 5. bekk

19. okt. 2023

Börnin í 5. bekk hafa verið að vinna þemaverkefni um landnámið. Þau settu sig í spor landnámsmanna, kvenna og barna sem komu hingað frá Noregi til að setjast að.  Þau fræðast um aðstæður og líf fólks á þessum tíma og hvað það er sem fær fólk til að leggja út í ferðalag og óvissu sem slíkur flutningur hlýtur að hafa verið.  Þegar verkefninu lauk buðu þau foreldrum sínum á sýningu til að kynna verkefnið. Þau lásu upp úr verkefninu, sýndu afrakstur vinnunnar og dönsuðu svo fyrir gestina.