Fyrsta vikuhátíð vetrarins
6. E
'i dag hélt 6. E fyrstu vikuhátíð vetrarins. Dagskráin hófst á leikriti um Rauðhettu sem Karen Hulda lék og inn í það fléttuðust ýmsar kunnar persónur eins og t.d. litla gula hænan sem Hildur Sunna lék. Stelpurnar sungu lagið I´am a Barbie girl og strákarnir sungu lagið Í átt að tunglinu. Krakkarnir sýndu líka leikrit um líf kennaranna á kaffistofunni en það leikrit sömdu þau sjálf. Að lokum var dans sem allur bekkurinn tók þátt í. Vikuhátíðin var að venju haldin í Sindrabæ en þar var fullt hús áhorfenda því á hátíðina er boðið nemendum og starfsfólki skólans auk foreldrum krakkanna sem halda hátíðina.