Jólahittingur í desember

7. des. 2018

Miðvikudaginn 5.desember stóð foreldrafélagið fyrir Hafnarhitting í Heppuskóla. Eins og áður þá var ýmislegt í boði. Þar sem jólin nálgast þá bar þessi hittingur keim af því og var m.a. boðið upp á kransagerð, málun á piparkökum, föndur af öllu tagi og fl. Eins og áður var þátttakan góð og greinilegt að þessi samverustund er komin til að vera. Foreldrafélagið á bestu þakkir skildar fyrir að halda utan um viðburðinn og gaman að fá fleiri að borðinu.