Geirnefur
Í dag kom Vigdís kennari í 2. bekk með geirnef í skólann til að sýna krökkunum en Jói maðurinn hennar kom með fiskinn úr veiðitúr í Smuguna. Geirnefur heitir öðru nafni makrílbróðir enda náskyldur makrílnum og slæðist oft með honum og síldinni í veiðafærðin. Það er alltaf gaman að fá að sjá þessi dýr enda hafa sjómenn hér á Höfn verið duglegir að leyfa okkur að sjá þegar eitthvað sérstakt og sjaldséð kemur með aflanum um borð.