Eðlisfræði í 5. bekk

14. des. 2019

Nemendur í 5. bekk hafa verið að læra um krafta í eðlisfræði. krakkarnir unnu verkefni þar sem hugsa þurfti um núningskraft og viðnám, loftmótstöðu og straumlínulögun og þyngdarkraft. Verkefnið fólst í að hanna bíl frá grunni þar sem tekið væri tillit til allra þessara þátta.  Verkefninu lauk síðan með keppni um það hvaða bíll rynni lengst. Bíllinn sem fór lengst hafði minnstu loftmótstöðuna og dekk sem veittu gott viðnám við hála brautina.  Einnig voru tilnefndir til verðlaunasæta einn bíll fyrir útlit og annar fyrir hönnun en sá bíll var algjörlega unninn frá grunni þ.e. meira að segja dekkin voru búin til af liðsmönnum.