Forsetinn í heimsókn
Miðvikudaginn 12. mars er skemmtilegur og eftirminnilegur dagur en þá kom forsetinn frú Halla Tómasdóttir og Björn eiginmaður hennar, ásamt fríðu föruneyti í heimsókn til okkar. Katla, Laufey, Daníel, Iðunn og Valdimar tóku á móti hópnum og fylgdu þeim um skólann. Þau heimsóttu 4. bekk, hlustuðu á 2. bekk syngja eitt lag í tónmennt hjá Hrafnkeli, kíktu á þriðja bekk og síðan lá leiðin í íþróttahúsið þar sem nemendur og starfsfólk skólans tók á móti þeim. Frú Halla svaraði nokkrum spurningum frá krökkunum í nemendaráði og síðan ræddi hún við krakkana um hluti eins og þakklæti og kærleika. Hún sagði líka frá hreyfingu sem heitir Riddarar kærleikans og kenndi okkur merki þeirra sem er að gera hjarta með höndunum en riddarar kærleikans vanda sig t.d við að tala fallega við og um aðra. Þetta var skemmtileg og kærkomin heimsókn, krakkarnir voru skemmtileg, opin og til sóma.