112 dagurinn

11. feb. 2025

Í dag er 112 dagurinn og af því tilefni fengum við heimsókn frá viðbragðsaðilum staðarins. Þeir mættu með bílaflotann og gáfu nemendum skólans tækifæri á að skoða og fræðast um þessi glæsilegu tæki. Borgþór Freysteinsson afhennti Bjarndísi Freyju Harðardóttur í 3. bekk, verðlaun sem hún hlaut í eldvarnargetraun slökkviliðanna sem er liður í forvarnarfræðslu þeirra. Verðlaunin eru 15000 kr innieign hjá Spilavinum. Krakkarnir læra um neyðarnúmerið 112 sem er neyðarnúmer í allri Evrópu og mörgum öðrum löndum .