• Kardimommubærinn
  • Leirblóm

Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar

31. mar. 2017

Í gær var árshátíð grunnskólans haldin í íþróttahúsinu. Að þessu sinni var Kardimommubærinn settur upp í leikstjórn Kristínar Gestsdóttur.  Nemendur 1., 3., 5., 7. - 10. bekkjar sáu um söng og leik en allir nemdendur skólans unnu að leikmynd og búningagerð auk þess að útbúa veitingar. Nemendur höfðu einnig búið til leirblóm sem voru seld á hátíðinni en ágóði af þeirri sölu fer til kaupa á leirrennibekk fyrir smiðjurnar. Hátíðin var vel sótt og voru seldir miðar 412. Hægt er að skoða myndir af árshátíðinni og undirbúningi hennar inni á slóðinni: 

http://gs.hornafjordur.is/nemendur/myndir/kardemommubaerinn