Dagur íslenskrar tungu

14. nóv. 2025

Sunnudaginn 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu en hann er haldinn á afmælisdegi jónasar Hallgrímssonar. Í tilefni af því hafa krakkarnir í grunnskólanum unnið ýmiss verkefni tengd skáldinu. Þar má nefna nýyrðasmíði en til Jónasar má rekja amk 127 nýyrði í málinu. Önnur verkefni voru að myndskreyta ljóð eftir skáldið, teikna mynd af honum eftir gamalli lýsingu og fleira. Í svona verkefnum fá krakkarnir tækifæri til að grúska í málinu og kynnast um leið fullt af nýju orðum.