Bítlaskólinn

25. okt. 2019

Árshátíð skólans að þessu sinni tengdist tónlist ekki minni manna en sjálfra Bítlanna og bar yfirskriftina Bítlaskólinn. Fjölmargir nemendur stigu á svið og fluttu dagskrána í tali og tónum og var magnað að hlíða á flutninginn og gaman að sjá allan þennan fjölda af hæfileikaríkum krökkum. En sýning er ekki bara tal og tónar, það er ýmislegt sem þarf að gera til þess að svona flott sýning verði að veruleika og voru nemendur duglegir að vinna þau verk sem þurfti að gera til þess að allt gengi upp. Árshátíðin er unnin í samvinnu við tónskólann og undirleikarar eru bæði nemendur tónskólans sem og kennarar við grunn- og tónskólann. Stjórnandi sýningarinnar og leikstjóri er Hafdís Hauksdóttir.