Gaman á Hafnarhitting

18. maí 2018

Síðasti Hafnarhittingur vetrarins var 15. maí síðastliðinn og líkt og á þeim fyrri var margt um manninn og afskaplega góð stemning. Að þessu sinni var þemað heilsuefling og komu bæði UMF Sindri og Heilbrigðisstofnunin myndarlega að dagskránni ásamt Bæjarfélaginu og Umhverfissamtökum Austur Skaftafellssýslu. 
Nemendur söfnuðu og seldu notuð föt til styrktar Böðvari Guðmundssyni, ungum dreng sem á við erfið veikindi að stríða en mun hefja nám við skólann næsta haust. Til styrktar málefninu var ákveðið að öll innkoma af matarsölunni verði líka látin renna í málefnið og verður fjölskyldunni afhentur styrkurinn á næstu dögum.
Hafnarhittingur hefur tekist afskaplega vel og það verður skemmtilegt að vinna áfram að þessu mikilvæga verkefni - að öðru leyti látum við myndirnar tala sínu máli og hlökkum til næsta hittings á næsta skólaári.