Skólakeppni stóru upplestrarkeppninnar
Nú er lokið skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar. Ellefu nemendur komust áfram og munu þau taka þátt í Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fer fram í Hafnarkirkju þann 11. mars. Eftirfarandi keppendur munu keppa fyrir hönd Grunnskóla Hornafjarðar: Árný Erla Jónsdóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir, Fanney Rut Guðmundsdóttir, Friðrik Snær Friðriksson, Hildur Sunna Einarsdóttir, Karen Hulda Finnsdóttir, Kári Hjaltason, Sigursteinn Ingvar Traustason, Sverrir Sigurðsson, Vaka Sif Tjörvadóttir og Vignir Snær Borgarsson. Óskum við þeim til hamingju með árangurinn og góðs gengis í lokakeppninni. Dómarar voru María Gísladóttir, Gísli Magnússon og Zophonías Torfason og þökkum við þeim fyrir aðstoðina.