Dansvika í grunnskólanum
Síðasta vika var dansvika hér í grunnskólanum. Eins og undanfarin ár kom Jón Pétur frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru til okkar. Hér eru umsagnir nokkurra nemenda um dansinn.
Urður í 1. bekk sagði að skemmtilegast hefði verið að hjálpast að tveir og tveir saman, hliðar saman hliðar og lyfta.
Við dönsuðum í takt sagði Örvar Nói og fórum í dansleiki, fórum í lest og dönsuðum skrítinn dans.
Sigurrós sagði að þau hefðu verið að gera göng og þegar einhver kom inn í göngin þá þurftu allir að klappa.
Theodór og Sigurður í 5. bekk sögðu að þetta hefði verið skemmtilegt og það hefði verið gaman að fá að dansa með 6. Bekk.
Kristinn sagði að dansvikan hefði verið skemmtileg og kennarinn verið skemmtilegur.
Í 4. bekk sagði Ívar að kennarinn væri skemmtilegur og hann ásamt Vilhelm og Önnu fannst marsering vera skemmtilegust . Vilhelm og Gunnar nefndu líka partý polka en Halldór, Bæring og Björgvin sögðu að hókí póki væri langskemmtilegast. En þegar Vilhelm nefndi dans eins og uppvakninga-dansinn og fugladansinn brutust út mikil fagnaðar óp þannig að greinilega eru þetta miklir uppáhalds dansar.
Börnin í 2. bekk voru sammál um að dansvikan hefði verið afar skemmtileg og Jón Pétur mjög skemmtilegur. Þau sögðu einnig að Zombie dansinn væri skemmtilegastur