Fleiri fréttir af árshátíðarundirbúningi

25. okt. 2022

Það er nóg að gera í undirbúninginum fyrir árshátíðina. Starfsfólk skólans hittist á sunnudaginn og setti upp sviðið og svo var haldið áfram í gær að setja upp veggtjöldin í íþróttahúsinu sem og að skreyta salinn og gera sviðið klárt.  Það er alltaf stemming í kringum þessa vinnu sem nú nálgast hápunktinn því sýningin er á morgun, miðvikudag kl 17:00.