List fyrir alla

5. okt. 2022

Í vikunni komu í heimsókn til okkar rithöfundarnir Sverrir Norland og Kristín Ragna Gunnarsdóttir á vegum verkefnisins List fyrir alla.  Þau kynntu verk sín fyrir nemendum og fóru svo í gegnum það hvernig saga verður til, persónusköpun, umhverfi, söguþrá og fleira. Úr varð hin allra skemmtilegasta saga sem allir tóku þátt í að semja og segja. 

Kristín Ragna hefur m.a. skrifað bækurnar Nornasaga sem krakkarnir kannast vel við en Sverrir hefur þýtt og gefið út fjölda bóka en hann rekur útgáfufélagið AM forlag ásamt því að skrifa sjálfur bækur.

HKG