Námskeið hafin hjá kennurum

10. ágú. 2017

Nú er skólastarf vetrarins að fara af stað og hefst það með ýmsum kennaranámskeiðum. Í dag mætti á þriðja tug kennara á námskeið í google education.  Google education er spennandi kerfi sem hægt er að nota með nemendum og býður upp á mikla fjölbreytni og frábært tæki til að þjálfa nemendur í að nýta tölvutæknina til náms.