Nýsköpunarverðlaun
Nemendur í 5. Og 6. bekk Grunnskóla Hornafjarðar tóku þátt í Nýsköpunarkeppni Grunnskólanna 2022. Það voru margar hugmyndir sem bárust í keppnina en eingöngu 25 hugmyndir komast áfram frá öllum skólunum sem taka þátt. Þeir nemendur sem komust áfram var boðið í tveggadaga vinnustofu með hugmyndina sína þar sem haldið var áfram að vinna með hana og hanna vöruna.
Einn nemandi frá Grunnskóla Hornafjarðar komst áfram með sína hugmynd, en það er hún Bryndís Björk í 5. bekk. Hún hannaði ,,Muna-Men” sem er men sem þú tengir við þá hluti sem þú vilt ekki týna.
Við óskum Bryndísi til hamingju með flottan árangur, það er bæði lærdómsríkt og skemmtilegt að komast áfram í svona keppni og vinna með hugmyndina sína.
BS/HKG