Gullskórinn fór til 5. og 8. bekkjar

30. sep. 2022

Á haustinn stendur  Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir átaki sem ber yfirskriftina "Notum virkan ferðamáta" Grunnskóli Hornafjarðar tekur þátt í þessu átaki og hvetur starfsfólk og nemendur til ganga eða hjóla í skólann. Rafknúinn tæki eins og rafmagnshjól eða rafmagns hlaupahjól teljast ekki með.  

Að venju er sett upp keppni á milli bekkja þar sem keppt er um gullskóinn.  Í dag fór fram verðlauna afhending í íþróttahúsinu en í ár voru jafnir að stigum 5. bekkur og 8. bekkur.  Eftir afhendinguna dönsuðu allir "Just dance" 

HKG