Jóla-hurðaskreytingakeppni

17. des. 2021

Sú skemmtilega hefð hefur skapast í Heppuskóla að hver bekkur fyrir sig skreytir sína hurð fyrstu vikuna í desember. Skreytingar verða fallegri ár frá ári og hugmyndauðgi nemenda eru engin takmörk sett. Valið var erfitt fyrir dómnefndina í ár þar sem allir bekkir höfðu lagt mikið á sig. Vinningshafar í ár voru 10.N og eru vel að sigrinum komin.