Jólasmiðja í Vöruhúsinu
Í jólasmiðju í 9./10. bekk voru búnir til margir flottir kransar sem nemendur fóru með heim. Gömul dagblöð voru notuð til að búa til hring til að svo festa grenið á. Við notuðum svo allskonar verðlaust efni og skraut sem okkur hefur verið gefið til að skreyta kransana. Þetta gekk vel hjá flestum og gaman að sjá árangur erfiðisins í fallegum kransi.