Námsáætlanir

Í öllum árgöngum eru gerðar námsáætlanir/námslotur í hverju fagi í mentor - www.mentor.is. Í þessum námsáætlunum, sem birtast nemendum og foreldrum, eru sett fram þau markmið sem unnið er að hverju sinni og gerð grein fyrir því hvernig námsmati verður háttað. Í námsáætlunum er einnig gerð grein fyrir ýmsu öðru allt eftir grein og aldri.