• Engin mynd var tekin í Unicef hlaupinu en þessi mynd er frá íþróttadeginum í maí

Frábær söfnun í Unicefhlaupinu

4. júl. 2018

Á hverju vori hlaupa nemendur í 1. - 6. bekk svokallað UNICEF hlaup og safna áheitum fyrir það. Í vikunni barst eftirfarandi bréf barst frá fulltrúa UNICEF á Íslandi

"Við höfum tekið saman öll framlög Grunnskóla Hornafjarðar fyrir UNICEF-hreyfinguna og í ár söfnuðu börnin 214.914 kr. Það er frábær árangur!

Fyrir þessa upphæð getur UNICEF aðstoðað fjölda barna í neyð. Sem dæmi væri hægt að fá námsgögn fyrir 410 börn, eða 11 skóla í kassa og búa til skóla fyrir 440 börn í neyðaraðstæðum. Fyrir upphæðina sem þið söfnuðu væri líka hægt að kaupa 5 vatnsdælur, en slíkar dælur spara börnum gríðarlegan tíma sem annars fer í ganga langar leiðir til að sækja vatn fyrir fjölskylduna. Börnin eiga þá frekar tíma til að sækja skóla.

 Jarðhnetumauk bjargar lífi barna sem ekki hafa fengið nóg að borða og eru orðin veik. Fyrir peninginn sem þið söfnuðu er hægt að kaupa 5.242 skammta af jarðhnetumauki. Það er ótrúlega mikið! Og mun hjálpa svo mörgum börnum.

 Til hamingju með þennan árangur. Við vonum að þið hafið haft gaman af og hlökkum til að vinna með áfram með ykkur að því að gera heiminn betri fyrir öll börn ❤"