Vikuhátíð hjá 2. bekk

31. mar. 2023

Það er mikið um að vera í skólanum hjá okkur þessa dagana og meðal annars hafa krakkarnir í 2. bekk æft fyrir vikuhátíð undanfarna viku en hátíðin var svo í Sindrabæ í dag. Krakkarnir settu á svið leikrit um Stubb og leikrit um Litlu svörtu kisu. Í lokin var svo sungið Höfuð herðar hné og tær á ensku, portúgölsku, spænsku og íslensku en þetta eru tungumál sem töluð eru í bekknum en þó ekki tæmandi listi. Foreldrum og nemendum í Hafnarskóla var boðið á sýninguna.