List fyrir alla
Síðastliðinn miðvikudag komu listakonurnar Rán Flygenring og Arndís Þórarinsdóttir í heimsókn í Grunnskólann. Þær hittu fyrst 7. og 8. bekk, og síðan 9. Og 10. bekk og eru heimsóknirnar hluti af verkefninu List fyrir alla. List fyrir alla er ætlað að miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu.
Verkefnið sem þær stöllur komu með hingað heitir Hjartað í steypireyð er á stærð við smábíl. Í fræðslunni veltu þær fyrir sér staðreyndum um hafið, og hvernig við getum tengt furðulegar staðreyndir við list. Staðreyndirnar sem þær fjölluðu um voru t.d. þær að kolkrabbar hafa þrjú hjörtu og 9 heila, að lundar verja 8 mánuðum ársins einir úti á rúmsjó, og að hjartað í steypireyð er á stærð við smábíl. Í lokin báðu þær svo nemendurna um að koma með staðreyndir um hafið, en þau veltu því til dæmis upp að mannfólkið hefur kannað geiminn meira heldur en hafið, að karlkyns sæhestar gengju með afkvæmi sín, og að hákarlar gætu gengið eftir hafsbotninum. Að auki spunnust upp áhugaverðar umræður um hvalveiðar, hárkarla, og margt margt fleira.
Nemendurnir voru flest öll mjög áhugasöm, og þær Rán og Arndís töluðu sérstaklega um það hvað þau hefðu verið stillt og fylgst vel með.
