Heimsókn til Rarik

13. nóv. 2018

Nemendur í 8. bekk skelltu sér í heimsókn til Rarik og tók Pétur Unnsteinsson á móti hópnum. Pétur leiddi nemendur í gegnum húsnæðið og fræddi krakkana um starfsemina hjá fyrirtækinu. Skemmtileg heimsókn þar sem krakkarnir fengu svör við ýmsum spurningum sem brunnu á þeim. Heimsóknin var undanfari kennslu í eðlisfræði í 8. bekk.