Heimsókn á Svavarssafn
Nú síðustu vikur hafa nemendur í mörgum bekkjum farið í Svavarssafnið að sjá sýninguna Litir augans. Auður safnstjóri hefur tekið á móti hópunum og sagt þeim frá Svavari, Erlu og sýningunni. Nemendur hafa verið áhugasamir og duglegir að spyrja spurninga.
Eftir sýninguna hafa margir nemendur gert myndir í anda Svavars eða undir áhrifum frá honum.
Við hvetjum alla sem eiga eftir að sjá sýninguna að skella sér en hún stendur til 30. september.
Bestu kveðjur Eva Ósk og Anna Björg